Knattspyrnudeild Þróttar er stærsta deild félagsins. Iðkendur eru á annað þúsund í öllum aldurshópum, kvenna og karla, stúlkna og drengja. Deildin hefur stækkað ört hin síðari ár og er orðin ein sú fjölmennasta á landinu og aðstaða hennar ein sú besta sem þekkist.